Fara í aðalinnihald

Skuld

Mér sýnist sem það þurfi útskýringu á "smá uppdeit"

 


• Rigning: Hér hefur verið alveg ótrúlega mikil rigning og oft þrumuveður meðfylgjandi. Ekki alveg uppáhaldið en ég er að venjast þeim. Ég held að móðir náttúra sé að vinna upp vatnsskortinn frá því í júlí. Það góða við þetta er þó að allt lítur vel út og hitinn er enn nokkuð góður.
• 1. skóladagur: er kominn og farinn. Mér líst ansi vel á námið og hlakka til að byrja af alvöru á mánudaginn nk. Þessir þrír dagar í þessari viku voru intro-dagar þar sem við fengum smjörþefinn af þvi sem koma skal.
• Peta frænka: kom hér um daginn og gisti eina nótt. Er nú í Canada á kajak. Hlakka til að hitta hana á ný!
• Maggi Sæla: kom og var hjá okkur yfir síðustu helgi. Alltaf gott að fá góðan vin í heimsókn! Takk fyrir innlitið, frændi.
• Guðný og Guðjón: voru hér í orlofi og komu í mat á föstudagskvöldið sl. Að sjálfsögðu voru málin rædd að systra sið (lesist: hátt og mikið) og mér finnst það alls ekki leiðinlegt.
• Íbúðartilboð: vonbrigði! Fengum bréf um að okkur væri boðin íbúð til leigu. Fengum síðar að vita að um 14 aðrir fengu eins bréf. Þeir 15 sem fengu bréf voru allir með númer frá 1-15 og íbúðin fer svo til þess sem segir já og stendur fremst á listanum. Auðvitað vorum við númer 15 og þetta var því svolítið mikið bakslag 
• Afmæli Kolbeins Hrafns: frábær dagur, frábært fólk og frábærar veitingar!
• Samtal við Gísla Ragnar: ég hringdi með það í huga að spjalla við Magga og heyra hvenær hann ætlaði að koma. En eins og oft áður þá varð samtal okkar Gísla Ragnars bæði langt og skemmtilegt.
• Gilli: æskuvinur Finns kom hér til Köben og kom í heimsókn. Alltaf gaman!
• Team America: Frábær mynd - mæli með henni. Fuck yeah.
• Áskorun enn ólokið: hérna kemur kannski mesti teaserinn? Það glataðasta við þetta er að ég man ekki hver hún var. Biðst forláts.
• Heiti potturinn: Ég bíð og vona. Því mig langar í heimsókn á klakann í vetrarfríinu.

Til viðbótar:
• Ásta Lísa er orðin veik. Hún fór tvo daga til dagmömmu og fékk vírussýkingu. Er e-t ykkar með ráð handa vonlitlum foreldrum? Mér fannst við eiginlega hafa fengið okkar skammt í fyrravetur.
• Baldur Freyr er alltaf jafn hress og gjörsamlega að tapa sér í Pokemon þessa dagana.
• Sendi ástarkveðjur um allan geim og vona að þið eigið góðar stundir
• Hanna

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Úps!

Svið: Á leið heim í lestinni sunnudagskvöldið 4. janúar Persónur: fjölskyldan situr með 4 stk ferðatöskur, nýkomin úr flugi frá 2 viknar fríi á Íslandi Ásta Lísa (ÁL): Pabbi, ég þarf að pissa Pabbinn (ég): Ok, klósettið er bara hérna rétt hinu megin við hornið. Taktu í hendina á mér, lestin vaggar svolítið og við gætum dottið. Hérna er þetta. Prófaðu að ýta á takkan, þá opnast hurðin (ÁL ýtir á takkann og við blasir miðaldra feitlaginn maður sem situr á salerninu "í hægðum sínum") Ég: Úps, fyrirgefðu. Vissi ekki að það væri ólæst. (ýti aftur á takkan og loka hurðinni aftur. Það kemur ekki í veg fyrir að 2,27 rúmmetrar af geigvænlega fúlu þarmalofti sleppa fram í ganginn. Við röltum til baka og setjumst í sætin sposk á svip. Allir í vagninum skilja og finna lykt af því sem gerðist. Vandræðaleg brosin og allir reyna að láta sem ekkert hafi gerst. Þá kemur hreinskilni barnsins...) ÁL: Það er kúkafýla (sniff sniff, sogið upp í nefið til að vera viss) ÁL: Pabbi, það er vond lykt.

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var