Fara í aðalinnihald

Færslur

Endurnýjun baðherbergisins

Jæja þá er ekki aftur snúið. Tímabært niðurrif og endurnýjun baðherbergisins hófst í dag, mánudag. Ég ætla að mynda þetta ferli í bak og fyrir í lok hvers vinnudags þar til yfir lýkur og nýtt baðherbergi fer að taka á sig mynd.

Myndir af Baldursdóttir

Þá er hún hún ónefnda litla frænka mín Baldursdóttir komin í netheima . Baldur var að setja inn fyrstu myndirnar í myndaalbúmið hennar í dag, þannig að allir æstir aðdáendur geta núna róast ögn og kíkt á litlu perluna. Alger meistarasmíð !

The alternative to love

{mosimage} Já gott fólk, í dag kemur út platan The alternative to love með meistaranum Brendan Benson. Ég hef beðið þessa með töluverðri óþreyju og spennu hvernig til tækist að fylgja eftir snilldarstykkinu Lapalco . Við Jack White erum samhljóma um að þetta sé einn af okkar uppháhalds lagasmiðum. En Jack og Benson eru miklir mátar og taka upp hjá hvor öðrum á nýjustu plötum sínum.

Myndir frá vormánuðum

Þá eru komnar inn nýjar frá fyrstu mánuðum ársins. Baldursdóttir glæný, Öskudagsbúningur , konudagur, gönguferð um hýra Hafnarfjörð ofl.

Bloc Party

Þessir koma ferskir inn, kraftmikið og gott rokk. Engar hjólauppfinningar hér en mun fremur vel útfærður kokkteill af hinum og þessum snilldarstraumum. Mæli með þessum. http://www.blocparty.com

Drulluhali!

Druuulluhaliiii, hrópar Baldur Freyr út um svaladyrnar og segir þar með öllum Suðurbrautarbúum til syndanna. Hann gefur Línu Langsokk ekkert eftir í raddstyrk þegar hún hrópaði þetta sama fúkyrði út um dyr hlöðuloftsins. Já rauðhærði tíkarspenagrallarinn er sterkari fyrirmynd en mann hefði nú grunað að óreyndu. Æ fleiri Línufrasar og -tilsvör koma frá unga manninum...

Malarinn sem spangólaði

{mosimage}Malarinn sem spangólaði . Arto Paasilinna. Þá er maður kominn með eina perluna enn frá Paasilinna í hendurnar. Og þessi skemmtilega saga var ekkert slor frá sýrukokkinum Arto. Efniviðurinn ber sterk höfundareinkennin: Einstæðingur sem verður utanveltu í þjóðfélaginu og finnur sig ekki meðal mannanna og leitar því út í náttúruna, enda sjálfur náttúruundur. Ár Hérans var ekki ósvipuð að þessu leytinu. Arto veltir upp ýmsum álitamálum um mannleg samskipti, umburðarlyndi, fordóma og fylgifisk hennar: hræðslu við hið óþekkta. Þegar manneskjan stendur frammi fyrir einhverju óskiljanlegu, er það viðbrögðin oft á þann vega að reyna að tortíma hinu óskiljanlega. Góð bók og fyndin sem vekur mann til umhugsunnar. Langar alltaf að heimsækja Finnland eftir lestur Arto bóka... Lokið: 2.3.2005