Jæja þá er ekki aftur snúið. Tímabært niðurrif og endurnýjun baðherbergisins hófst í dag, mánudag. Ég ætla að mynda þetta ferli í bak og fyrir í lok hvers vinnudags þar til yfir lýkur og nýtt baðherbergi fer að taka á sig mynd.
Þá er hún hún ónefnda litla frænka mín Baldursdóttir komin í netheima . Baldur var að setja inn fyrstu myndirnar í myndaalbúmið hennar í dag, þannig að allir æstir aðdáendur geta núna róast ögn og kíkt á litlu perluna. Alger meistarasmíð !
{mosimage} Já gott fólk, í dag kemur út platan The alternative to love með meistaranum Brendan Benson. Ég hef beðið þessa með töluverðri óþreyju og spennu hvernig til tækist að fylgja eftir snilldarstykkinu Lapalco . Við Jack White erum samhljóma um að þetta sé einn af okkar uppháhalds lagasmiðum. En Jack og Benson eru miklir mátar og taka upp hjá hvor öðrum á nýjustu plötum sínum.
Þessir koma ferskir inn, kraftmikið og gott rokk. Engar hjólauppfinningar hér en mun fremur vel útfærður kokkteill af hinum og þessum snilldarstraumum. Mæli með þessum. http://www.blocparty.com
Druuulluhaliiii, hrópar Baldur Freyr út um svaladyrnar og segir þar með öllum Suðurbrautarbúum til syndanna. Hann gefur Línu Langsokk ekkert eftir í raddstyrk þegar hún hrópaði þetta sama fúkyrði út um dyr hlöðuloftsins. Já rauðhærði tíkarspenagrallarinn er sterkari fyrirmynd en mann hefði nú grunað að óreyndu. Æ fleiri Línufrasar og -tilsvör koma frá unga manninum...
{mosimage}Malarinn sem spangólaði . Arto Paasilinna. Þá er maður kominn með eina perluna enn frá Paasilinna í hendurnar. Og þessi skemmtilega saga var ekkert slor frá sýrukokkinum Arto. Efniviðurinn ber sterk höfundareinkennin: Einstæðingur sem verður utanveltu í þjóðfélaginu og finnur sig ekki meðal mannanna og leitar því út í náttúruna, enda sjálfur náttúruundur. Ár Hérans var ekki ósvipuð að þessu leytinu. Arto veltir upp ýmsum álitamálum um mannleg samskipti, umburðarlyndi, fordóma og fylgifisk hennar: hræðslu við hið óþekkta. Þegar manneskjan stendur frammi fyrir einhverju óskiljanlegu, er það viðbrögðin oft á þann vega að reyna að tortíma hinu óskiljanlega. Góð bók og fyndin sem vekur mann til umhugsunnar. Langar alltaf að heimsækja Finnland eftir lestur Arto bóka... Lokið: 2.3.2005