Malarinn sem spangólaði

{mosimage}Malarinn sem spangólaði. Arto Paasilinna.

Þá er maður kominn með eina perluna enn frá Paasilinna í hendurnar.


Og þessi skemmtilega saga var ekkert slor frá sýrukokkinum Arto. Efniviðurinn ber sterk höfundareinkennin: Einstæðingur sem verður utanveltu í þjóðfélaginu og finnur sig ekki meðal mannanna og leitar því út í náttúruna, enda sjálfur náttúruundur. Ár Hérans var ekki ósvipuð að þessu leytinu.

Arto veltir upp ýmsum álitamálum um mannleg samskipti, umburðarlyndi, fordóma og fylgifisk hennar: hræðslu við hið óþekkta. Þegar manneskjan stendur frammi fyrir einhverju óskiljanlegu, er það viðbrögðin oft á þann vega að reyna að tortíma hinu óskiljanlega.

Góð bók og fyndin sem vekur mann til umhugsunnar. Langar alltaf að heimsækja Finnland eftir lestur Arto bóka...

Lokið: 2.3.2005

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Draumaferðin - komið á áfangastað