Fara í aðalinnihald

Stór dagur!

Já í dag var stór dagur - Baldur Freyr fór í 1. sinn í skóla; hann hitti bekkjarfélagana og kennarana, sá skólastofuna og Fritten, var í tíma í klukkustund og restinni eyddi hann úti á leiksvæði og á smíðaverkstæðinu, þar sem hann smíðaði bát. Allt gekk ljómandi vel og hann var mikið stoltur strákur. Ég er ekki frá því að hann hafi stækkað í dag!

Það var stór dagur hjá okkur í annarri og neikvæðari merkingu því að litlu munaði að ekki kviknaði í hjá okkur. Við erum í ýmsum skipulagningum þessa dagana vegna prófalesturs hjá mér og því hefur Finnur verið mikið með börnin á ferðinni og í dag var engin undartekning. Þess vegna tókum við þá ákvörðun í morgun að eftir skóla hjá Baldri kæmum við heim, gæfum börnunum grjónagraut að borða og svo færi Finnur með þau í sund. Því var brugðið á það ráð að setja upp hrísgjrón og áður en við færum yrði slökkt undir, mjólk bætt í og þá yrði suðutími styttri þegar heim væri komið. Praktískt, ik? Nema hvað hlutirnir fóru aðeins á aðra leið eins og gerist í fjölskyldulífinu og litla kindin okkar tók allsvakalegt þrjóskukast og við fórum út með hana undir arminum klukkan tíu mínútur í níu. VIð áttum að vera mætt í Nærum skole kl. 9.Allt róaðist og við tók fínn tími í skólanum. Þar sem ég stóð og fylgdist með Baldri reka nagla í spýtuna sem hann var búin að saga, sá ég allt í einu helv... pottinn fyrir mér á hellunni og þá voru liðnir tveir tímar. Ég þaut í loftköstum út á leiksvæði þar sem Finnur var og þegar hann sagðist ekki heldur hafa slökkt undir, var rokið af stað. Finnur keyrði heim í flýti og á meðan beið ég í mínar lengstu 5-10 mín. Þegar ég náði sambandi við hann fékk ég að vita að það eina sem gerst hafði var að potturinn var brunninn kolsvartur ásamt hrísgrjónunum og mikill reykur og lykt væri inni. Þvílíkur léttir!! Ég var búin að sjá heimili okkar fuðra upp og það var hreint út sagt hræðileg tilfinning. En lukkan var yfir okkur í þetta sinnið og við höfum lært okkar lexíu - aldrei að bregða út af vananum.

Ég hef svo, eins og planið gerði ráð fyrir, setið yfir bókum í dag. Finnur fór með krakkana niður á Nørrebro til Hjartar og Kolbeins. Planið hjá þeim bauð upp á útiveru og Hakkebøf med løg. Ég vona að þeir njóti vel!

Knús
Hanna

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum.

Meira segja myndir en mörg orð...

Draumaferðin - ævintýri og ferðalok

Við fjölskyldan vorum virkilega farin að finna okkur heimakomin á PlayItas. Hvað annað er hægt í stöðugu 20+ og sól með endalausum möguleikum að fara út og leika sér utan dyra og fá smá svita á ennið. Ég var farinn að fá löngun í annan fjallahjólatúr og vildi athuga með föstudagstúrinn. Í pöntunarafgreiðslunni var augljóst að fólk var búið að átta sig og taka þjóðverjann á þetta og mæta eldsnemma og panta hjól, ferðir og tíma fram í vikuna. Það var bara ekkert laust fyrr en töluvert eftir heimferð. En hvað með götuhjól? Jú, það var eitt slíkt á gamlárs sem var laust. Tók það og var spenntur að prufa.

Ég sótti hjólið að morgni gamlársdag í fullum hjólagallaskrúða með pedala, kamelpoka og orkusnakk. Skoðaði leiðir í boði (40, 60 og 80 km) og að tillögu afgreiðslumannsins í hjólaleigunni setti ég markið á 40 km svona til að byrja með.

Það tók smá tíma að venjast fisléttu hjólinu og mjóum dekkjum þar sem fjöðrun var nánast engin og allar misfellur og holur fundust vel. En rennslið var got…

Draumaferð til Santorini

Ahh, ljúft var það. Vika á Santorini í sæluferð með frúnni í sól, strandarlífi og upplifunum.
Myndir segja meira en mörg orð:


Útsýni frá Fira
0
1
0 0