Fara í aðalinnihald

Húsnæðisskipti í sumar

Bekkjarsystir mín hún Stine ætlar í heimsókn til Íslands í sumar. Með í för verða Morten, kærastinn hennar, tengdamamma og mágur hennar. Þau vilja upplifa sem mest og flest og þar sem allt kostar peninga á Íslandi, þá benti ég henni á að eflaust væru e-r sem gjarnan vildu skipta við þau á húsnæði og bíl. Þannig gæti það komið sér vel fyrir e-a heppna Íslendinga sem vildu kíkja til Danmerkur í sumarfríinu sínu.

Svo að ég lýsi hér með eftir e-u ykkar sem vilja skipta á húsnæði og bíl við fjóra trausta Dani. Tímabilið er 14. júlí til 27. júlí. Þau vilja gjarnan vera í Reykjavík eða í nágrenni við höfuðborgina. Stine og Morten búa í einbýlishúsi, í rólegu og fallegu hverfi í Herlev. Það er innan við 5 mín. gangur á lestarstöðina og frá Herlev tekur 20 mín að komast niður í miðbæ Kaupmannahafnar.

Ef þetta vekur áhuga ykkar, hafið endilega samband við mig í tölvupósti (hannajakobs@gmail.com) eða síma (0045 - 3031 6774).
KramHanna

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum.

Meira segja myndir en mörg orð...

Draumaferðin - ævintýri og ferðalok

Við fjölskyldan vorum virkilega farin að finna okkur heimakomin á PlayItas. Hvað annað er hægt í stöðugu 20+ og sól með endalausum möguleikum að fara út og leika sér utan dyra og fá smá svita á ennið. Ég var farinn að fá löngun í annan fjallahjólatúr og vildi athuga með föstudagstúrinn. Í pöntunarafgreiðslunni var augljóst að fólk var búið að átta sig og taka þjóðverjann á þetta og mæta eldsnemma og panta hjól, ferðir og tíma fram í vikuna. Það var bara ekkert laust fyrr en töluvert eftir heimferð. En hvað með götuhjól? Jú, það var eitt slíkt á gamlárs sem var laust. Tók það og var spenntur að prufa.

Ég sótti hjólið að morgni gamlársdag í fullum hjólagallaskrúða með pedala, kamelpoka og orkusnakk. Skoðaði leiðir í boði (40, 60 og 80 km) og að tillögu afgreiðslumannsins í hjólaleigunni setti ég markið á 40 km svona til að byrja með.

Það tók smá tíma að venjast fisléttu hjólinu og mjóum dekkjum þar sem fjöðrun var nánast engin og allar misfellur og holur fundust vel. En rennslið var got…

Draumaferð til Santorini

Ahh, ljúft var það. Vika á Santorini í sæluferð með frúnni í sól, strandarlífi og upplifunum.
Myndir segja meira en mörg orð:


Útsýni frá Fira
0
1
0 0