Fara í aðalinnihald

Góðir grannar

Það var loksins að ég sá framan í nágrannan okkar hérna hinu megin götunnar. Síðasta föstudag hjólaði ég hina vanabundu leið eftir grísastígnum á leið úr vinnunni. Þennan spotta hef ég hjólað ósjaldan síðustu 2,5 árin og það er oftast einn löggimann á vappinu í brekkunni neðan við stíginn. Fyrstu skiptin furðaði ég mig á því að lögga í fullum skrúða væri að birtast á miðjum hjólastígnum. Eru menn algerlega að tapa sér í hjólaljósaeftirlitinu? Skýringuna fékk ég síðar frá Gunnari í vinnunni...

Nema hvað, á föstudaginn síðasta sá ég lögguna sem fyrr við stíginn. Hann var á spjalli við skokkara sem var sko með ljósin í lagi. Blikk á höndum og fótum svo að svartklæddi kroppurinn væri nú sýnilegur. Eftir því sem ég nálgaðist varð ljóst hver skokkarinn var. Augu okkar Anders Fogh mættust og sameiginlegur skilningur okkar á alheiminum flæddi milli í köldu loftinu á þessum fáu sekúndum. Það er gott að eiga góða granna sem eiga eitthvað undir sér. Nú er málið að redda sér skokkmúnderingu og reyna að trimma með Fogh. Gæti komið sér vel síðar...

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum.

Meira segja myndir en mörg orð...

Draumaferðin - ævintýri og ferðalok

Við fjölskyldan vorum virkilega farin að finna okkur heimakomin á PlayItas. Hvað annað er hægt í stöðugu 20+ og sól með endalausum möguleikum að fara út og leika sér utan dyra og fá smá svita á ennið. Ég var farinn að fá löngun í annan fjallahjólatúr og vildi athuga með föstudagstúrinn. Í pöntunarafgreiðslunni var augljóst að fólk var búið að átta sig og taka þjóðverjann á þetta og mæta eldsnemma og panta hjól, ferðir og tíma fram í vikuna. Það var bara ekkert laust fyrr en töluvert eftir heimferð. En hvað með götuhjól? Jú, það var eitt slíkt á gamlárs sem var laust. Tók það og var spenntur að prufa.

Ég sótti hjólið að morgni gamlársdag í fullum hjólagallaskrúða með pedala, kamelpoka og orkusnakk. Skoðaði leiðir í boði (40, 60 og 80 km) og að tillögu afgreiðslumannsins í hjólaleigunni setti ég markið á 40 km svona til að byrja með.

Það tók smá tíma að venjast fisléttu hjólinu og mjóum dekkjum þar sem fjöðrun var nánast engin og allar misfellur og holur fundust vel. En rennslið var got…

Draumaferð til Santorini

Ahh, ljúft var það. Vika á Santorini í sæluferð með frúnni í sól, strandarlífi og upplifunum.
Myndir segja meira en mörg orð:


Útsýni frá Fira
0
1
0 0