Fara í aðalinnihald

Avacado

.... ef ég vissi ekki betur, héldi ég að ég væri siglétt! Ég er gjörsamlega sjúk í avacado í formi guacamole. Þetta er orðið pínlegt.....

Börnin á leið inn í draumalandið sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að nú hefur Ásta Lísa slegist í hóp Baldurs Freys og neitar náttfötum. Þau hafa komist að því að betra sé hreinlega að sofa í hversdagsfötum. BFF er íklæddur hermannabuxum og er ber að ofan, ÁLF er berleggjuð í brúnu flauelspilsi og í agalega fínum rauðum jakka. Trendsetter eða hvað??

Ummæli

Nafnlaus sagði…
ég hef heyrt þá kenningu að samasemmerki sé á milli ásóknar í guacamole og tvíburasigléttu..
Sel það ekki dýrari en ég keypti ;-) (hehe)
kv.Pib
Nafnlaus sagði…
Ég hélt einmitt að ég væri ekki lengur með ofnæmi fyrir dórvakadó - komst að hinu andstæða með þyngslum! mússí, Z

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum.

Meira segja myndir en mörg orð...

Draumaferð til Santorini

Ahh, ljúft var það. Vika á Santorini í sæluferð með frúnni í sól, strandarlífi og upplifunum.
Myndir segja meira en mörg orð:


Útsýni frá Fira
0
1
0 0

Draumaferðin - ævintýri og ferðalok

Við fjölskyldan vorum virkilega farin að finna okkur heimakomin á PlayItas. Hvað annað er hægt í stöðugu 20+ og sól með endalausum möguleikum að fara út og leika sér utan dyra og fá smá svita á ennið. Ég var farinn að fá löngun í annan fjallahjólatúr og vildi athuga með föstudagstúrinn. Í pöntunarafgreiðslunni var augljóst að fólk var búið að átta sig og taka þjóðverjann á þetta og mæta eldsnemma og panta hjól, ferðir og tíma fram í vikuna. Það var bara ekkert laust fyrr en töluvert eftir heimferð. En hvað með götuhjól? Jú, það var eitt slíkt á gamlárs sem var laust. Tók það og var spenntur að prufa.

Ég sótti hjólið að morgni gamlársdag í fullum hjólagallaskrúða með pedala, kamelpoka og orkusnakk. Skoðaði leiðir í boði (40, 60 og 80 km) og að tillögu afgreiðslumannsins í hjólaleigunni setti ég markið á 40 km svona til að byrja með.

Það tók smá tíma að venjast fisléttu hjólinu og mjóum dekkjum þar sem fjöðrun var nánast engin og allar misfellur og holur fundust vel. En rennslið var got…