Þvottadagur

Á leið til kaupmannsins er augljóst að það er þvottadagur hjá einhleypingi.

Sjö skyrtur hanga á gardínukappanum í 4 mismunandi litum. Þar sem undir venjulegustum kringumstæðum væru gardínur, hefur tómið verið fyllt með skyrtum sem hanga þar til þerris á þessum þvottadegi einhleypingsins. Ég segi og álykta einhleypingi því að í gegnum gardínulausa gluggana er einungis að sjá bjarmann frá stóra flatskjánum kallast á við lampann eina og sófann.

Á meðan er ég kominn á síðustu vélina og sé brátt í botninn á þvottakörfunni. Sönnunargögnin tryggilega falin bak við sorglega lufsulegar gardínurnar.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Draumaferðin - komið á áfangastað