Lófi minn verður að hlandlófa þegar sú stutta pissar í hann þar sem ég held á henni áður en hún fer í bað. Einhvern tíman verður víst allt fyrst. Tól bróðursins voru útreiknanlegri, en Ásta náði að lauma bununni óséðri og fyrirvaralaust í lófa minn.
Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...
Ummæli