Í dag er bóndadagur og markar það upphaf þorrans. Dagurinn hófst snemma í herbergi Baldurs. Þá var húsbóndinn ræstur út um kl hálfsjö til að leita að rauða Duplo kallinum. Þessum með gleraugun, sjáðu til. Það eru mörg verkin sem falla til í föðurhlutverkinu...
Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...
Ummæli