Fara í aðalinnihald

Djö....

Ég er svo leið og ég er svo svekkt yfir því hvernig græðgin hefur sýnt sig í sinni verstu mynd í formi elskulegra bankastjóranna. Mánaðarlaunin sem þessir menn hafa fengið undanfarin ár "vegna velgengni bankanna og þeirra ábyrgðar sem þeir bera" eru svo svívirðilega há að enginn hefur gott af. Við erum ekki bara að tala um 2-3 milljónir heldur 20-30 milljónir og allt upp í rúmar 40 milljónir sem Bjarni Ármannsson fékk. Engu að síður finnst þeim ekki að þeir beri ábyrgð á þeirri stöðu sem Ísland er komið í! Við séum bara að upplifa stærstu heimskreppu sem upp hefur komið. Mikið rétt hjá þessum kjánum, og það eru kjánar sem í einfeldni sinni halda ef þeir bara loki augunum þá muni enginn sjá þá.

Hvert er landið okkar eiginlega komið? Hver verður framtíðin? Ætli við verðum bara áfram greyið Íslendingarnir sem endalaust berjast við mikilmennskubrjálæði og því verður að sýna þeim umburðarlyndi og samúð?

Hugur minn gagnvart heimferðar hefur snúist og helst langar mig bara e-ð enn lengra í burtu. Helst á stað þar sem ef ég aðspurð segist koma frá Íslandi þá verði viðbrögðin sem mér mæta "allright, and do you all live in snowhouses?"

Ummæli

Unknown sagði…
Hæ Kæru vinir í Danaveldi!

Já, það er ekki hægt að segja annað en að það sé speisað að flytja heim frá DK á þessum tímum :)

Í gær var meira að segja frétt á Stöð 2 þar sem farið var yfir helstu lönd sem Íslendingar gætu flúið til, skattamál varðandi innflutning og umsókn ríkisborgararéttinda. Magnað.

Það er eins og öll þjóðin sé með brotna sjálfsmynd. Annaðhvort erum við of mikið eða of lítið. Kunnum ekki bara að vera. Vera eitt land með öllum hinum. Týpískt sjálfsöryggisvandamál margfaldað með 300k.

Annars snjóaði í morgun og landið er fallegt eins og vanalega. Ég verð að segja samt að Ísland í kreppu er eiginlega fallegra en Ísland í neyslugeðveiki. Fólk er allt í einu farið að tala um samkennd og samvinnu. Að við þurfum að hjálpast að og huga að hvort öðru. Öll gömlu gildin snúa núna aftur. Fallegt bara í rauninni, verst að þetta þurfi að vera svona sársaukafull endurfæðing.

Bestu kveðjur í sæluna og matjurtagarð Nærumbúa.

Jónas & fjölsk.
Nafnlaus sagði…
Er enn laus íbúð í götunni ykkar???

Kveðja, Kolla

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Draumaferðin - komin í gang

Nú þegar búið er að stúdera og samræma atburðardagskrárnar fer allt í gang. Ég byrja annan í jólum á 25km fjallahjólatúr með góðum hópi og það verður að segjast að landslagið er nokkuð frábrugðið. Í stað drullu og sleipra rótarbunka þarf að venjast lausamöl (tækla eins og drullu) og stórgrýttar holur. Einnig hjóluðum við kafla þar sem malarvegurinn minnti glettilega á vestfirskt þvottabretti þar sem demparar framan og aftan fengu heldur betur að vinna fyrir hverri rifflu. Fjölskyldan leigir sér tennisspaða og völl og spreytir sig í klukkutíma í sólinni. Hanna er dugleg að hlaupa og prófa ýmislegt svo sem Zumba, Funkdans, afródans og fullorðins sundæfingu sem var nokkuð krefjandi. Þriðja í jólum leigjum við okkur öll fjallahjól og tökum túr inn til næsta bæjar, Gran Tarjal, þar sem við spókum okkur og snæðum dýrindis pizzu og guðdómlegan ís við ströndina. Svo er það bara að skella sér í krakkaklúbbinn eða busla í lauginni þess á milli. Nú eða skella sér í ræktina, prófa bodytoning (ha

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Við erum svo virkilega að njóta okkar hérna á Íslandinu og höfum farið út í náttúruna og hitt vini og vandamenn á förnum vegi. Krakkarnir príluðu með okkur eitt kvöldið upp á Úlfarsfellið sem blasir við út um stofugluggann hjá mömmu og var það hressilegur túr fyrir sál og líkama. Svo er búið að taka túr um uppsveitir Suðurlands og heimsækja Sólheima sem eiga alltaf stóran stað í hjörtum okkar. Hanna fór með krakkana í sveitina til Guðnýar og nutu þau lífsins og náttúrunnar með ferðum með ströndinni á undir rótum Snæfellsjökuls. Og auðvitað varð að kanna stöðuna á toppi jökulsins líka með hjálp snjótroðara og útsýnið var víst stórfenglegt af toppinum þar. Á meðan Hanna og gríslingarnir nutu lífsins í Syðri-Knarrartungu þá fór ég með Lalla, Snorra og Tolla. Svo erum við búin að prófa þó nokkrar sundlaugar og fara í eitt gott brúðkaup úti í guðsgrænni náttúrunni.

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...