Fara í aðalinnihald

Í fríiið....

Dásamlegt, næsta frílota hófst sl föstudag að loknum vinnudegi. Núna erum við saman í fríi fjölskyldan út 27. júlí. Við skelltum okkur strax niður á Mön á bed&breakfast um 10 km frá klettunum sjálfum. Jónas, Áslaug og börn voru á tjaldsvæðinu og komum við einmitt inn á það í einu hellidembu helgarinnar. Þvílík innkoma við fórum beint í regnstakkana og aðstoðuðum við að tjalda vatnsheldum regndúk yfir tjaldborgina með tilheyrandi stögum og prikum með þrumugnýinn í bakinu. Svo ringdi ekki meir þá helgina.

Við áttum frábærar stundir á tjaldsvæðinu við leik, spjall og grill á laugardeginum og svo voru klettarnir teknir út á sunnudeginum í brakandi blíðu. Við snæddum svo saman á túninu við hlið pakistanísku risafjölskylduveislunnar eftir að hafa trítlað allan þennan risastiga.

Njörður, Kolbrún, börn og (tengda)foreldrar komu svo á mánudaginn. Við erum búin að bauka nokkuð saman; bakken, út að borða og bæjarferð eru kominn á listann. Við stækkum svo ferðaradíusinn eftir helgi þegar við komum heim frá Svíþjóð. Það er nefnilega komið að hinni árlegu reisu til Trollhattan til fundar við Maríu og Kjell. Búið er að pakka og við þrusumst af stað í fyrramálið....

Ummæli

Ég bið kærlega að heilsa Mariu. Kv. Kgb

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Draumaferðin - ævintýri og ferðalok

Við fjölskyldan vorum virkilega farin að finna okkur heimakomin á PlayItas. Hvað annað er hægt í stöðugu 20+ og sól með endalausum möguleikum að fara út og leika sér utan dyra og fá smá svita á ennið. Ég var farinn að fá löngun í annan fjallahjólatúr og vildi athuga með föstudagstúrinn. Í pöntunarafgreiðslunni var augljóst að fólk var búið að átta sig og taka þjóðverjann á þetta og mæta eldsnemma og panta hjól, ferðir og tíma fram í vikuna. Það var bara ekkert laust fyrr en töluvert eftir heimferð. En hvað með götuhjól? Jú, það var eitt slíkt á gamlárs sem var laust. Tók það og var spenntur að prufa.

Ég sótti hjólið að morgni gamlársdag í fullum hjólagallaskrúða með pedala, kamelpoka og orkusnakk. Skoðaði leiðir í boði (40, 60 og 80 km) og að tillögu afgreiðslumannsins í hjólaleigunni setti ég markið á 40 km svona til að byrja með.

Það tók smá tíma að venjast fisléttu hjólinu og mjóum dekkjum þar sem fjöðrun var nánast engin og allar misfellur og holur fundust vel. En rennslið var got…

Draumaferðin - komið á áfangastað

Jóladagsmorgun 2011 og það er ræs klukkan 4 að morgni eftir örfáar svefnstundirnar. Það er rok og rigning á E47 á leið út á Kastrup flugvöll, en það á eftir að breytast...

Fjölskyldan dormar og sefur til skiptis á milli sögubrota frásagnaglaða aðstoðarflugstjórans um ferðalög danskra víkinga suður eftir álfunni. Fróðlegt, en ég vildi nú samt heldur sofa eins og lofað var eftir mat og fríhafnarprang. Það eru svo nokkur viðbrigði að koma í 20 gráðu hitann og hrjóstrugt eldfjallalandslag þar sem regn er greinilega ekki oft á dagskránni.

Eftir 45 mínútna rútuferðalag í gegnum landslag sem líkist Reykjanesinu allmikið komum við á áfangastað, Las Playitas! Við erum rösk að tékka okkur inn og pakka upp og þá er bara að taka út svæðið og skoða það sem í boði er næstu vikuna. Það eru lögð drög að dagskrá næstu daga og heimilisfaðirinn skráir sig til leiks í 25 km fjallahjólatúr næsta dag. Sundlaugin og krakkaklúbburinn tekinn út og allt fær bestu einkunn. Helstu nauðsynjar bornar í hús úr litl…

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum.

Meira segja myndir en mörg orð...