- endurnýjuðum kynnin við Bam-Bam
- fórum í hörmungar A-Evrópu tívolí
- borðuðum kebab pizzur (Hanna gat varla beðið eftir að glefsa í þær eftir árs bið)
- heimsóttum vatnaskemmtihús í dauðum smábæ þar sem við náðum að hitta á eina bæjarrónan, tvisvar!
- unnum nokkra verðlaunapeninga í þrautabrautum orkuveitunnar
- unnum ekki í plastandasiglingunni, en það var flott að sjá
- fórum á rokktónleika þar sem Baldur vildi vera alveg fremst
- Bohus virkið heimsótt sem stóð ósigrað í 350 ár (var reynt 14 sinnum) og á 700 ára afmæli í ár
- ofl ofl
Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...
Ummæli