Vernon G. Little


Í einni tiltektinni um daginn þá fann ég litla skrifblokk í náttborðinu. Þar kenndi ýmissa grasa. Hálfar og heilar hugleiðingar um allt og ekkert. Kannski fáum við sýnishorn hér síðar...

Nema hvað, þar fann ég hripað niður nafn á bók sem yrði að lesast: Vernon G. Little eftir D.B.C. Pierre. Í einni bókasafnsferðinni um daginn sá ég þessari stillt upp í danskri þýðingu úti í einu horninu. Sú var nú fljótt gripin og hesthúsuð sem nætursnarl næstu vikurnar.

Þetta er nokkuð góð bók og sýnir á margan og kaldhæðinn hátt hversu langt hálfsannleikur getur leitt firringuna. Sérstaklega þegar hefja sig upp á eymd og varnarleysi annarra til að verða "meiri" maður og að sjálfsögðu upplifa bandaríska drauminn um frægð og péninga. Pierre tekst að stilla upp aðstæðum og atburðarrás sem er í senn bland pínleg, sorgleg og fyndin.

Ummæli

Kolla sagði…
Var einmitt fyrir margt löngu búin að hugsa mér að lesa þessa bók. Nú veit ég hvað ég tek næst á bókasafninu.
Mikið hlakka ég svo til að hitta ykkur í sumar. Tæplega tveir mánuðir til stefnu. Júhú!!!

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Draumaferðin - komið á áfangastað