Fara í aðalinnihald

Nekt

Það bar nokkuð á nektinni yfir páskadagana tvo í margvíslegum fjölbreytileika og öllum aldurshópum.

Krump
Á páskadag skutluðum við krakkarnir afa Sæma og Guðurúnu frænku út á lestarstöð. Eftir að hafa vinkað bless í vorsólinni rúlluðum við út á Vedbæk höfn. Við spókuðum okkur innan um frumskóg bátanna sem liggja nú uppi á bílastæðum í viðhaldi. Eftir að hafa skoðað báta, fólk og ferfætlinga enduðum við á gamalkunna strandstaðnum þar sem rólurnar eru. Upphófst mikið dund með sjórekna múrsteina sem notaðir voru í varnagarða. Ásta rölti sér yfir að rólunum og sveiflaðist þar fram og til baka bæði ein og með sjálfskipuðum leikfélögum.


Eins og flesta sunnudaga voru vetrarbuslarar á ferðinni en vegna kuldans voru dýfurnar í styttra lagi. Baldur Freyr veitti þessu lengi vel enga athygli en þegar heila fjölskyldan var þarna samankomin (2 stk afar, 2 stk ömmur, dætur, tengdasynir, börn og ég veit ekki hvað) og ljósmyndaði allt í bak og fyrir, fór snáði að spá. Enda rauk dóttirinn út á göngubryggjuna með myndavélina ásamt barnabörnunum til að mynda öll herlegheitin þegar amma og afi dýfðu sér nakin í sjóinn. Baldur hefur örugglega verið að spekúlera svipað og ég með það hvaða djúpstæðu áhrif það getur haft að horfa á ömmu og afa allsnakin og mis krumpaða æðri líkamshlutana. Í öllu falli steinhætti hann að brjóta grýlukertin af göngubrúnni og horfði dolfallinn á þau, sjóblautur í öðrum skónum. Ásta rólaði bara sem mest þar til hún hætti vegna þreytu í höndum.


Kátir krakkar
Í gær, annan í páskum, prófuðum við krakkarnir svolítið nýtt: fara á þjóðminjasafnið. Þar er svona ljómandi sniðug deild sem er "krakkasafn". Þar eru eftirgerðir af alvöru dótinu þannig að það má leika og djöflast alveg að vild. Riddaradeild, víkingaskip, Pakistanskt kaupfélag o.s.frv. Það var rosa gaman og hitnaði ennþá meira í hamsi þegar Kolbeinn Hrafn mætti á svæðið, þá fyrst fór stuðið á flug. Og það var ekki að spyrja að því: Ásta Lísa var orðin rjóð, með sveitt nef og búin að rífa sig úr að ofan. Hún hljóp því um allt safnið hálfnakin og kafrjóð. Ég og Hjörtur vorum ábyggilega vafasömustu foreldrarnir með þessa þrjá strumpa í eltingaleik innan um þjóðargersemarnar.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Bíddu bara ástin mín, svona verður þetta hjá okkar :-) Ég er búin að skrá okkur: www.naturister.dk.

Kram
Þín æelskandi.
Nafnlaus sagði…
Zæl verið þið öll
Djöfull er dagatalsfídusinn flottur hjá ykkur!

Kv
Maggi Sæla

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Draumaferðin - komin í gang

Nú þegar búið er að stúdera og samræma atburðardagskrárnar fer allt í gang. Ég byrja annan í jólum á 25km fjallahjólatúr með góðum hópi og það verður að segjast að landslagið er nokkuð frábrugðið. Í stað drullu og sleipra rótarbunka þarf að venjast lausamöl (tækla eins og drullu) og stórgrýttar holur. Einnig hjóluðum við kafla þar sem malarvegurinn minnti glettilega á vestfirskt þvottabretti þar sem demparar framan og aftan fengu heldur betur að vinna fyrir hverri rifflu. Fjölskyldan leigir sér tennisspaða og völl og spreytir sig í klukkutíma í sólinni. Hanna er dugleg að hlaupa og prófa ýmislegt svo sem Zumba, Funkdans, afródans og fullorðins sundæfingu sem var nokkuð krefjandi. Þriðja í jólum leigjum við okkur öll fjallahjól og tökum túr inn til næsta bæjar, Gran Tarjal, þar sem við spókum okkur og snæðum dýrindis pizzu og guðdómlegan ís við ströndina. Svo er það bara að skella sér í krakkaklúbbinn eða busla í lauginni þess á milli. Nú eða skella sér í ræktina, prófa bodytoning (ha

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Við erum svo virkilega að njóta okkar hérna á Íslandinu og höfum farið út í náttúruna og hitt vini og vandamenn á förnum vegi. Krakkarnir príluðu með okkur eitt kvöldið upp á Úlfarsfellið sem blasir við út um stofugluggann hjá mömmu og var það hressilegur túr fyrir sál og líkama. Svo er búið að taka túr um uppsveitir Suðurlands og heimsækja Sólheima sem eiga alltaf stóran stað í hjörtum okkar. Hanna fór með krakkana í sveitina til Guðnýar og nutu þau lífsins og náttúrunnar með ferðum með ströndinni á undir rótum Snæfellsjökuls. Og auðvitað varð að kanna stöðuna á toppi jökulsins líka með hjálp snjótroðara og útsýnið var víst stórfenglegt af toppinum þar. Á meðan Hanna og gríslingarnir nutu lífsins í Syðri-Knarrartungu þá fór ég með Lalla, Snorra og Tolla. Svo erum við búin að prófa þó nokkrar sundlaugar og fara í eitt gott brúðkaup úti í guðsgrænni náttúrunni.

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...