Fara í aðalinnihald

Bakkað á á Bakken

Það entist ekki lengi sápubónshúðin á Skodanum okkar á sunnudaginn. Balkanmafían er í viðbragðsstöðu.


Föstudagur
Við áttum alveg dúndurhelgi sem hófst með því að Rúnar, Ragnheiður og Sara Ósk heiðruðu okkur með nærveru sinni á leið upp í sumarbústað á Jótlandi. Þau gistu hér á föstudagskvöldið og við áttum skemmtilegt kvöld með spjalli fram yfir miðnætti (já hugsið ykkur bara).

Laugardagur
Á laugardeginum keyrðum við Baldur sumarhúsaferðalangana niður á Vesterport þar sem bílaleigubílinn skyldi sóttur. Við vorum nokkuð snemma á ferð en þetta skyldi nú samt vera klárt eftir 5 mínútur, þær alengstu í mælinga minnum. Það dugði þó ekkert annað en alveg nýjasta nýtt fyrir Rúnar og co. Toyota Avensis með 12 km. aksturssögu og bílstóllinn í plastinu. Bílstóllinn reyndist ágætasta gestaþraut fyrir mig og Ragnheiði en þetta hófst að lokum.

Eftir að við kvöddumst fórum við feðgar upp í Lyngby í strákaslugs þar sem við röltum um Lyngby storcenter, fengum okkur að borða hamborgara, ís, lékum okkur á leiksvæðunum og keyptum dót. Alveg dúndurgott og við bara sáttir í sólarbrælunni á leiðinni heim í Sölleröd. Argentína og Mexíkó náðu ekki að halda okkur vakandi heilan leik zzzzzzz.

Sunnudagur
Við byrjuðum daginn snemma á ströndinni við Vedbæk í sólaryl þar sem við tættum af okkur fötin við sjávarsíðuna. Ekki vorum við jafn framsækin og fjöldi fólks sem synti um nakið í sjónum. Við drullumölluðum bara í sandinum í staðin með fötum og skóflum. Um hádegi var þetta orðið bara nokkuð gott og við skelltum okkur heim til að leyfa Ástu að leggja sig. Þá hafði Emil verið búinn að hringja og bjóða Baldri heim að leika. Hann skellti sér þangað en ég þvoði bílinn okkar á meðan. Hanna var í sérverkefnum.

Við náðum svo í Baldur til Emil og fórum upp á Bakken í blíðskaparveðrinu og náðum að koma á réttum tima til að sjá sýninguna hans Pjerrot sem Baldur hefur svo gaman að. Hinn lögboðni ís var snæddur með taumana niður á maga og svo var rölt um og leikið sér. Svo var nú komið á heimferð og þá fer loksins að koma að útskýringu fyrirsagnarinnar hér að ofan.

Þegar við höfðum öll sest inn í bíl og spennt okkur niður í sjóðandi sætin, lulluðum við af stað út af þessum ranghalabotnanga bílastæðanna. "Nei, hva. Æi!" Jaso, það var búið að bakka á okkur á stórum Volvo skutbíl. Hanna steig út og hváði hvað hefði nú gerst. "Varst þú ekki að keyra fullhratt?" spurði Volvómaðurinn. Það héldum við nú ekki, á þröngu bílastæði, nýfarin af stað og með tvö lítil börn. Angan af bjór gaf nú eitthvað annað til kynna sem meginástæðu. Eftir nokkur vel hreytt hnuss og fruss skrifaði hann upp heimilisfang, nafn og bílnúmer sitt fyrir okkur. "Og er þetta allt og sumt, þarf ekki að gera neitt meira?", spurði Hanna. "Hvurn fjandann viltu fá meira?". Nújæja, svona hress bara.

Við erum sem sagt með beyglað afturbretti og stuðara núna. Næsta mál er að hringja í hressa gaurinn og fá uppgefið tryggingarfélagið hans því það var nú ekki eins og hann hafði sagt að okkar tryggingafélag myndi bara finna út úr þessu. Rosalega verður hann hress þegar við hringjum í hann á morgun.

Annars er ég með varaáætlun til að fá Skódann minn örugglega lagaðann. Ég fékk loforð hjá vinnufélögum mínum frá Makedóníu í dag um að Balkanmafían myndi leggja okkur lið til að leiða málin til lykta. Já, það er gott að eiga góða að....

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Úps!

Svið: Á leið heim í lestinni sunnudagskvöldið 4. janúar Persónur: fjölskyldan situr með 4 stk ferðatöskur, nýkomin úr flugi frá 2 viknar fríi á Íslandi Ásta Lísa (ÁL): Pabbi, ég þarf að pissa Pabbinn (ég): Ok, klósettið er bara hérna rétt hinu megin við hornið. Taktu í hendina á mér, lestin vaggar svolítið og við gætum dottið. Hérna er þetta. Prófaðu að ýta á takkan, þá opnast hurðin (ÁL ýtir á takkann og við blasir miðaldra feitlaginn maður sem situr á salerninu "í hægðum sínum") Ég: Úps, fyrirgefðu. Vissi ekki að það væri ólæst. (ýti aftur á takkan og loka hurðinni aftur. Það kemur ekki í veg fyrir að 2,27 rúmmetrar af geigvænlega fúlu þarmalofti sleppa fram í ganginn. Við röltum til baka og setjumst í sætin sposk á svip. Allir í vagninum skilja og finna lykt af því sem gerðist. Vandræðaleg brosin og allir reyna að láta sem ekkert hafi gerst. Þá kemur hreinskilni barnsins...) ÁL: Það er kúkafýla (sniff sniff, sogið upp í nefið til að vera viss) ÁL: Pabbi, það er vond lykt.

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var