Fara í aðalinnihald

Sól sól skín á mig

Sumarstelpa sagði:

Skrýtið hvað er alltaf jafnerfitt að byrja að skrifa á ný eftir að hlé hefur verið gert. Finnst eins og ég þurfi að segja ykkur svo mikið, en svo eins og ég hafi ekki neitt áhugavert að segja.


Það er e-ð eirðarleysi að hrjá mig, sem lýsir sér einmitt best í því að ég dríf mig ekki í að gera bara hlutina. Þessa litlu hluti sem í raun þarf svo lítið til. En ég vona að það lagist nú allt. Ásta Lísa greyið er veik enn eina ferðina og nú er um að ræða hånd-, fod- og mundsygdom. Þetta er vírussýking og ekkert að gera annað en að bíða þetta af sér. Við vonum að þessu ljúki fljótt.

Hér er hreinlega íslenskt sumarveður en Danirnir kalla þetta vor. Hér er 17 stiga hiti og sól skín innan um hin örfáu ský sem vappa um himininn. Dásamlegt alveg!

Það er ýmislegt búið að vera á döfunni hjá okkur fjölskyldunni. Finnur sagði ykkur stuttlega frá sumarbústaðarferðinni og varð hún þess valdandi að við munum vonandi verða komin á bíl fyrr en síðar. Sama dag og við komum heim úr sumarhúsinu þá mætti hin sænska Maria á svæðið með ektamanni sínum Kjeld og þau voru hjá okkur yfir páskana. Það var rosa gaman að hitta hana á ný og við áttum góðar stundir hér saman.

Um síðustu helgi fórum við í æðislegu veðri í Tivoli og áttum mjög góðan dag. Ásta Lísa er orðin það stór að nú gerir ekkert til þó að hún missi úr daglúr af og til og það gerði hún þennan dag. Það var allt of mikið að gera til þess að leggja sig. Krakkarnir nutu sín til hins ýtrasta og svei mér þá ef við Finnur gerðum það ekki bara líka. Á sunnudaginn var farið til Holte á fyrsta markaðsdag ársins og gerð ágætis kaup. Síðar um daginn fórum við í góðan hjólatúr og var það sá fyrsti á nýja/gamla hjólinu mínu. Ég keypti notað hjól af konu sem býr hér nálægt þar sem gamla hjólið mitt er fast í 3. gír og ef ég hefði haldið áfram á því hefði ég endað með ónýt hné og læri sem ekki hefðu passað við líkamann.

Krakkarnir eru alltaf að verða "mere dansk". Ásta Lísa fer ekki á "ha"-tímabilið heldur "hvad er det"-tímabilið og er spurt látlaust. Hún segir líka "dygtig" og "farvel" ef við skiljum hana rétt. Hún er líka með e-ð sokkaæði því að hún fer hér um allt með sokk á annarri hönd. Nú er væntanlega stutt í að hún sleppi sér alveg og fari formlega að ganga. Það er ekki alltaf auðvelt fyrir unga dömu að vilja meira en hún getur ;-) Það er svolítið skondið með Baldur Frey því það er eins og hann hafi dottið í dönskugírinn við það að fara í tíu daga frí yfir páskana. Nú talar hann svaka fína dönsku og leikskólakennararnir eru alveg yfir sig hissa. Hann kemur okkur svo á óvart, því orðaforðinn er svo góður og hann er sko ekki feiminn við að tjá sig við hina og þessa.

Hundahræðslan er enn sterk í honum og veldur okkur vandræðum. Við óskum enn eftir ráðgjöf ef þið lumið á einhverjum slíkum. Svo virðist sem flugna- og fiðrildahræðsla sé líka að hrjá litla kallinn okkar en við vonum að smæð þeirra muni verða til þess að hann komist yfir það. Það er því bara að vona að mygget (mý) láti hann í friði í sumar.

Jæja hvað á ég að segja ykkur meira......

Jú, ég var að fá bréf í morgun og er boðuð í viðtal vegna námsins, sem ég var að sækja um í. Ef þið viljið skoða heimasíðuna þá er slóðin www.skolenforpsykomotorik.dk. Ég vona að ég komist inn.....

Jæja ég læt þetta gott heita í bili og vona að ekki líði á löngu þar til ég skrifi hér inn á ný.
Ástarkveðjur til ykkar allra
Hanna

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Úps!

Svið: Á leið heim í lestinni sunnudagskvöldið 4. janúar Persónur: fjölskyldan situr með 4 stk ferðatöskur, nýkomin úr flugi frá 2 viknar fríi á Íslandi Ásta Lísa (ÁL): Pabbi, ég þarf að pissa Pabbinn (ég): Ok, klósettið er bara hérna rétt hinu megin við hornið. Taktu í hendina á mér, lestin vaggar svolítið og við gætum dottið. Hérna er þetta. Prófaðu að ýta á takkan, þá opnast hurðin (ÁL ýtir á takkann og við blasir miðaldra feitlaginn maður sem situr á salerninu "í hægðum sínum") Ég: Úps, fyrirgefðu. Vissi ekki að það væri ólæst. (ýti aftur á takkan og loka hurðinni aftur. Það kemur ekki í veg fyrir að 2,27 rúmmetrar af geigvænlega fúlu þarmalofti sleppa fram í ganginn. Við röltum til baka og setjumst í sætin sposk á svip. Allir í vagninum skilja og finna lykt af því sem gerðist. Vandræðaleg brosin og allir reyna að láta sem ekkert hafi gerst. Þá kemur hreinskilni barnsins...) ÁL: Það er kúkafýla (sniff sniff, sogið upp í nefið til að vera viss) ÁL: Pabbi, það er vond lykt.

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var