Nú þegar búið er að stúdera og samræma atburðardagskrárnar fer allt í gang. Ég byrja annan í jólum á 25km fjallahjólatúr með góðum hópi og það verður að segjast að landslagið er nokkuð frábrugðið. Í stað drullu og sleipra rótarbunka þarf að venjast lausamöl (tækla eins og drullu) og stórgrýttar holur. Einnig hjóluðum við kafla þar sem malarvegurinn minnti glettilega á vestfirskt þvottabretti þar sem demparar framan og aftan fengu heldur betur að vinna fyrir hverri rifflu.
Fjölskyldan leigir sér tennisspaða og völl og spreytir sig í klukkutíma í sólinni. Hanna er dugleg að hlaupa og prófa ýmislegt svo sem Zumba, Funkdans, afródans og fullorðins sundæfingu sem var nokkuð krefjandi. Þriðja í jólum leigjum við okkur öll fjallahjól og tökum túr inn til næsta bæjar, Gran Tarjal, þar sem við spókum okkur og snæðum dýrindis pizzu og guðdómlegan ís við ströndina. Svo er það bara að skella sér í krakkaklúbbinn eða busla í lauginni þess á milli. Nú eða skella sér í ræktina, prófa bodytoning (harðsperrur hjá undirrituðum í 2 daga) og taka spinning tíma úti undir berum himni.
Við njótum lífsins í botn og slökum vel á í litlu huggulegu íbúðinni okkar. Það mælist ef til vill helst á þeim tímum sem við verjum í svefn á nóttu hverri, hér eru teknir rúmlega átta tímar í slökun og bækur spændar í sig. Enda ekkert internet og við látum sjónvarpið alveg eftir krökkunum - enda allt á spænsku nema Eurosport. Þau fíla bara Svamp Sveinsson á spænsku og heimsmeistaramót í póker og pílu í hallæri.
Fjölskyldan leigir sér tennisspaða og völl og spreytir sig í klukkutíma í sólinni. Hanna er dugleg að hlaupa og prófa ýmislegt svo sem Zumba, Funkdans, afródans og fullorðins sundæfingu sem var nokkuð krefjandi. Þriðja í jólum leigjum við okkur öll fjallahjól og tökum túr inn til næsta bæjar, Gran Tarjal, þar sem við spókum okkur og snæðum dýrindis pizzu og guðdómlegan ís við ströndina. Svo er það bara að skella sér í krakkaklúbbinn eða busla í lauginni þess á milli. Nú eða skella sér í ræktina, prófa bodytoning (harðsperrur hjá undirrituðum í 2 daga) og taka spinning tíma úti undir berum himni.
Við njótum lífsins í botn og slökum vel á í litlu huggulegu íbúðinni okkar. Það mælist ef til vill helst á þeim tímum sem við verjum í svefn á nóttu hverri, hér eru teknir rúmlega átta tímar í slökun og bækur spændar í sig. Enda ekkert internet og við látum sjónvarpið alveg eftir krökkunum - enda allt á spænsku nema Eurosport. Þau fíla bara Svamp Sveinsson á spænsku og heimsmeistaramót í póker og pílu í hallæri.
Ummæli