Fara í aðalinnihald

Áskorunin

Stundum verður maður bara að láta slag standa og oflofa sér. Það gerði ég hér í ágúst byrjun þegar Lalli og Biggi  spurðu hvort ég væri til í að vera 3. maður í liði í 12 tíma fjallahjólakeppni. Ekki hafði ég farið mjög oft út í alvöru túra hér síðasta árið, nokkra einn og með Lalla og þar með upp talið. En stundum á maður bara að kýla á það. Og það gerðum við.

Stuttu síðar í vinnunni spurði Marc mig hvort ég væri maður í að koma um borð í 5 manna lið MS á laugardaginn. Ég sagðist ekki geta það, væri að fara að taka þátt í keppni. Sem reyndist vera sú sama, Atea12. Hvað eruð þið margir? Öh, við erum 3ja manna lið. Núúú, ahah. Þá fékk ég á tilfinninguna að þetta yrði erfitt. Sú tilfinning kom aftur þegar Hans spurði um það sama og ég fékk aftur svona "einmitt, aha" þegar ég sagði að við værum 3.

Við könnuðum aðstæður og hjóluðum upp að svæðinu þann 24. ágúst og tókum smá hring. Stemningin var komin af stað þá þegar og minnkaði ekki við að sjá svæðið. Lokaundirbúningur fór á fullt og það var pakkað útilegubúnaði, hjólavarahlutum, fötum, mat og drykk. Við slógum tjaldinu upp á föstudag í fínu veðri og fengum fínan stað rétt við brautina. Föstudagskvöldið kláraði ég að pakka því síðasta og grillaði mér kjúkling fyrir pastasalatið. Stóri dagurinn handan við hornið...

Ég hefði ekki þurft að stilla vekjaraklukkuna því ég vaknaði við þvílík óhljóð klukkan 20 mín yfir 6. Það var skollið á þrumuveður af stærri gerðinni. Himininn var grænn og eldingarnar leiftruðu um allt. Hanna sá greinilega á svip mínum hvaða hugsanir flugu gegnum höfuðið. Ég var áhyggjufullur yfir slæmu veðri, það var ekki hægt að leyna því.

Við mættum ferskir á svæðið upp úr átta og vorum mikið glaðir með að hafa verið svo fyrirhyggjusamir að sklá okkur inn daginn áður og slá upp tjaldinu. Nú var að koma að þessu, Biggi átti fyrsta leik og brunaði af stað kl 9 í sólskinsblíðu. Kannski var þessi hressilega demba bara smá stríðni veðurguðanna?

Lalli tók næsta hring og svo var komið að mér. Biggi var með mér á meðan við biðum eftir Lalla og gaf mér ráð og frásagnir úr því hvernig brautin leit út. Nokkrar af lýsingunum voru ekki traustvekjandi, eins og um brekkuna ógurlegu, dauðabrekkuna, undir lok brautarinnar (sést í myndbandinu hér að neðan þegar fólk teymir upp leðjubakkana).

Og svo var komið að mér, ég rúllaði af stað staðráðinn að gera mitt besta. Eftir ekki svo langa stund byrjuðu þrumur og eldingar og ég öslaði í gegnum eldingalýstan skóg og fékk svo dembuna yfir mig. Leðjan byrjaði að taka á sig mynd. Eftir fyrstu hringina okkar ákváðum við að taka bara einn hver í einu, enda varla meira bensín á kroppnum til að taka annan til í síversnandi leðjuaðstöðu brautarinnar. Við héldum góðum anda, staðráðnir í að klára þetta mál og keyra allt til enda keppninnar. Sumir keppendur höfðu farið að pakka saman eftir tvo tíma þegar leðjan hóf innreið sína.

Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband af því hvernig brautin varð að sífellt meira leðjubaði með hverjum hring og urg og surg í bremsum og tannhjólum var allsráðandi í skóginum. Bremsuklossarnir spændust upp og milli umferða var staðalferli að drífa í sig mat, þrífa og standsetja hjólið, fylla á orkudrykk, hvíla, pissa og svo aftur af stað.

Um fjögurleytið var tilkynnt af mótshöldurum að keppnin væri stytt um 3 tíma og við myndum hætta kl 18, því ekki væri forsvararlegt að hjóla eftir myrkur við þessar aðstæður. Ég held að enginn hafi sett sig á móti því. Ég hafði orð á því í tjaldbúðunum að ef við gætum klárað keppni við þessar aðstæður, þá gætum við sennilega allt!

Við klárðuðum dæmið og náðum 14 hringjum og lentum í 28 af 65 í okkar flokki (3 manna karla) og 60/159 í heildina. Við erum stoltir af árangrinum sem fyrsta skiptis lið. Það verður ekki hætt hér....

Myndatenglar frá keppninni eru hér:
http://www.pialind.dk/galleri/sport/atea12-270811/index.html (ég sést á mynd 354, Lalli á 167)
http://blogspot.sobol.dk/

http://t-bikes.dk/mtb/2246
https://picasaweb.google.com/107383435341048175254/ATEA12August2011
http://flic.kr/s/aHsjvQcKb2 
(Þessi er með góðar myndir úr brautinni)
http://www.atea.dk/dk/atea12/fotogalleri/


http://www.thamdrup.org/kundelogin/atea/ 

Ummæli

Hjölli Rokk sagði…
Vel gert gamli minn!

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Úps!

Svið: Á leið heim í lestinni sunnudagskvöldið 4. janúar Persónur: fjölskyldan situr með 4 stk ferðatöskur, nýkomin úr flugi frá 2 viknar fríi á Íslandi Ásta Lísa (ÁL): Pabbi, ég þarf að pissa Pabbinn (ég): Ok, klósettið er bara hérna rétt hinu megin við hornið. Taktu í hendina á mér, lestin vaggar svolítið og við gætum dottið. Hérna er þetta. Prófaðu að ýta á takkan, þá opnast hurðin (ÁL ýtir á takkann og við blasir miðaldra feitlaginn maður sem situr á salerninu "í hægðum sínum") Ég: Úps, fyrirgefðu. Vissi ekki að það væri ólæst. (ýti aftur á takkan og loka hurðinni aftur. Það kemur ekki í veg fyrir að 2,27 rúmmetrar af geigvænlega fúlu þarmalofti sleppa fram í ganginn. Við röltum til baka og setjumst í sætin sposk á svip. Allir í vagninum skilja og finna lykt af því sem gerðist. Vandræðaleg brosin og allir reyna að láta sem ekkert hafi gerst. Þá kemur hreinskilni barnsins...) ÁL: Það er kúkafýla (sniff sniff, sogið upp í nefið til að vera viss) ÁL: Pabbi, það er vond lykt.

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var