Fara í aðalinnihald

Hið óvænta

Þann 3. okt sl var hrundið af stað marglaga blekkingaráætlun með göfugt fyrirheit: koma Hönnu á óvart á afmælinu.

Hanna var nú búin að hjálpa til við skipulagninguna með því að leggja fram ósk að fara eitthvað út úr bænum á afmælishelginni sinni. Flott, þá þyrfti ekki að vera að laumast til að stilla því upp. Ég sagði bara: vert þú ekkert að spá í því hvað við gerum, það kemur í ljós....

Ég og Ásta mágsa vorum búin að setja á svið viku lengri siglingatúr milli Seyðisfjarðar og Esbjerg. Allt gekk út á að Ásta yrði því miður að dvelja nokkra daga í Færeyjum og kæmi því ekki fyrr en 10. Okt. Hanna var samt eins og köttur í kringum heitan graut og kross-yfirheyrði Ástu um allt sem var í gangi á hverjum degi. Ásta þurfti að hafa sig alla við að spinna sögur úr hálfsannleiksgarninu til að láta þetta hljóma sannfærandi.

Þá rennur helgin upp og Hanna endar með því að ganga beint á mig á föstudeginum: Ásta er ekkert að koma á morgun, er það? Hah, þvílík fjarstæða. Nehei, hún er í Færeyjum. Laugardagsmorgun og ég tek eina tösku úr geymslunni og svo allir út í bíl. Nú keyrum við af stað. Hvert erum við að fara? Kemur í ljós. Pabbi, eigum við að keyra lengi? Kemur í ljós.

Ég beygi út af við afleggjarann til Ringsted og rúlla nokkuð örugglega inn á gistiheimilisbílaplanið. Best að athuga á því hvort hægt sé að tékka sig inn, hmm (verð að ná að svara sms frá Ástu í einrúmi, erum að samræma staðsetningar og tíma). Við komum með inn, segir Hanna. Acchh, jæja reyni að finna út úr þessu. Heyrðu það er ekki hægt að tékka inn núna er það, er það ekki eftir kl 16? Nei nei, getum gert þetta núna. Látum okkur sjá, herbergi fyrir fimm. Baldur: nei við erum fjögur. Suss, suss (kíki í kringum mig, Hanna er sem betur fer ekki nálægt). Ég vil bara gjarnan halda herberginu svona. Nei, veistu það er ekkert mál að fá 4ra manna. Nei, nei ég vil gjarnan halda þessu bara eins og er, ok? Hvað með sængurföt, fyrir fimm (óþarflega hátt). Nei, heyrðu (hvísl) þetta á nefnilega að vera óvænt skilurðu. Get ég fengið að ná í sængurfötin seinna? Úff...

Svo röltum við um vindasaman miðbæ Ringsted og kíkjum í eina fatabúð þar sem ég er eins og versti úlíngur í SMS hríðinni á milli fatahengja. Ásta er alveg að koma inn í Ringsted, nú þarf að samræma staðsetningar. Þarna, sko búð við byrjun göngugötunnar sem er við torgið þar sem kirkjan er (eru fleiri?). Baldur vill fara í dótabúð, í hina áttina. Ok, hmm. Hvernig get ég komið skilaboðum til Ástu? Bíddu, sjitt. Er þetta ekki hún að koma þarna fyrir hornið? Ónei, hún beygir í átt að göngugötunni og við erum á leið burt þaðan. Hvað gerum við nú? Ásta er alveg í sínum heimi í því að kjaga áfram með sértilbúnu göngulagi og vafin inn í slæðu með gleraugu. Veðurbarða útgáfan af Sophia Lauren.

Finnur, Finnur, hah? Hanna er að reyna að ná sambandi við mig. Fyrirgefðu, ég datt aðeins út. Nei HA HA HAHAHAHHA. Nú er frúnni skemmt. Ha ha, hvað ertu að gera hérna? Þvílíkir fagnaðarfundir og mikið grín. Krakkarnir frekar ringlaðir yfir þessu öllu saman. Hvað er Ásta frænka að gera hér?

Nú var óhætt að ná í sængurfötin upp á gistiheimili og slaka aðeins á fyrir keiluferðina sem tókst með ágætum. Mexikanski veitingastaðurinn var valinn fyrir huggulega afmælismáltíð og þrátt fyrir að hann væri fásetinn var maturinn mjög fínn. Útsölumarkaðsþorpið var heimsótt eftir sundferð í Ringsted laugina og svo rúlluðum við öll heim á leið eftir vel heppnaða helgi.

Ummæli

murta sagði…
Vart hægt að hugsa sér betri afmælisgjöf en eina Ástu. Ég væri alveg til í að fá þannig.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Úps!

Svið: Á leið heim í lestinni sunnudagskvöldið 4. janúar Persónur: fjölskyldan situr með 4 stk ferðatöskur, nýkomin úr flugi frá 2 viknar fríi á Íslandi Ásta Lísa (ÁL): Pabbi, ég þarf að pissa Pabbinn (ég): Ok, klósettið er bara hérna rétt hinu megin við hornið. Taktu í hendina á mér, lestin vaggar svolítið og við gætum dottið. Hérna er þetta. Prófaðu að ýta á takkan, þá opnast hurðin (ÁL ýtir á takkann og við blasir miðaldra feitlaginn maður sem situr á salerninu "í hægðum sínum") Ég: Úps, fyrirgefðu. Vissi ekki að það væri ólæst. (ýti aftur á takkan og loka hurðinni aftur. Það kemur ekki í veg fyrir að 2,27 rúmmetrar af geigvænlega fúlu þarmalofti sleppa fram í ganginn. Við röltum til baka og setjumst í sætin sposk á svip. Allir í vagninum skilja og finna lykt af því sem gerðist. Vandræðaleg brosin og allir reyna að láta sem ekkert hafi gerst. Þá kemur hreinskilni barnsins...) ÁL: Það er kúkafýla (sniff sniff, sogið upp í nefið til að vera viss) ÁL: Pabbi, það er vond lykt.

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var