Þetta venst vel

Það mætti segja að vorið komi af fullum krafti þessa dagana. Í dag er dásamlegt veður, hátt í 18 stig og heiðskírt. Búið er að nota daginn vel með garðvinnu þar sem safnhaugnum var breytt í hrossaskítslagköku, hjólatúr ofl. Nú er bara að draga fram rykföllnu sólvörnina, púff púff.

Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar?

Ummæli

murta sagði…
Getið þið ekki komið í smá garðvinnu til Veils? Mig bráðvantar ráðleggingar, og sérlega frá Hveragerði!
Finnur sagði…
Hjómar ekki algalið. Löngu kominn tími á að kynna sér átthaga veilsbúa. Sáum einmitt eina erkibreska mynd í gær þar sem maður sá að Fóstbræðragrínið með Spliff, gonk og gengjur var ekki alveg úr lausu lofti gripið. Spliff er víst görótt retta...
Kolla sagði…
Öfund, öfund, er enn að bíða eftir vorinu hér. Fengum ágætis dag í dag en því miður fær maður aldrei nema sýnishorn af góðu veðri nema einn og einn dag. Hafið það gott í góða veðrinu ;-)

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Draumaferðin - komið á áfangastað