Frábrugðið

Má ég fara með Alfreð í ballet? Heyrði ég rétt, ballet? Baldur kom inn rosa spenntur í dag og spurði hvort hann mætti fara með Alfreð skólabróður og nágranna sínum að horfa á systur hans í ballet í dag. Jú, jú mín vegna en ég verð að tala við mömmu hans og fá þennan ráðahag staðfestann. Úps, hún var víst á nærbuxunum en það var víst ekki stórtökumál þannig að við ræddum um skipan mála í flíspeysunni og sloggi nærbuxum. Baldur fór með Alfreð að horfa á ballet systurinnar. Aðeins frábrugðið...

Ég er búinn að vera að dúlla svolítið í eldhúsinu í morgun, tja nánast bara allan dag. Núna er marsipaneplakakan að taka sig á borðinu og kjúklingurinn í marineringu við hlið piparkökudeigsins. Hjörtur og Kolbeinn eru á leiðinni uppeftir til okkar til að gera og græja piparkökur seinnipartinn.

Jólaböllin og -skemmtanirnar eru að hefja innreið sína þetta misserið og nú eru Hanna og Ásta uppi í Birkeröd að taka þátt í jólafagnaði íþróttafélagsins Skjold þar sem Hanna kennir á miðvikudögum. Vonandi stendur Ásta sig vel þegar jólasveinninn lætur sjá sig, hún var sko ekkert of hrifin af honum í fyrra. En hún var spennt yfir þessu öllu saman og fór uppstríluð í kjólnum frá afa sæma og ömmu völlu.

Jæja, nú þarf að setja hýasinturnar í pottana og finna piparkökuformin. Þýðir ekki að hangsa hér bara, hah!

Ummæli

murta sagði…
Hey! Engin pizza semsagt?
Nafnlaus sagði…
Juh minn, ég fæ nú bara húsmóðurkomplexastresshnúta yfir lestrinum.... en djö líst mér vel á Baldur frænda ;o) Mússí, ykkar Á.... sem telur niður dagana, óþreyjufull með eindæmum :o)

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Draumaferðin - komið á áfangastað