Ég er hestur og fer í reiðtúra um íbúðina. Húsbóndi minn er mér góður og gefur mér vatn í skál og seríós bæði úti á túni (frammi á gangi) og inn í hesthúsi (inn í herbergi) á spírallaga IKEA mottuni. Feldur minn er burstaður samviskusamlega og lagt er á mig af fagmennsku hnakk og beisli. Reiðtúrarnir síðustu dagana taka á afturfæturnar (hnén) og nú síðast í kvöld komu samstæðar naríur að góðum notum sem púðar. Þá var hægt að fara fleiri hringi við vaxandi hrifningu knapans.
Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...
Ummæli