Fara í aðalinnihald

Samtal í Munaðarnesi

Á róló að morgni dags: "Ég fæ bílpróf þegar ég verð tólf ára". Nú? "Já, maður verður samt að vera búinn að æfa sig svolitið fyrst". Já, er það ekki? "Ég ætla að verða kraftakarl". Já og lyfta steinum upp á tunnur og svona, ekki satt? "Jú, en ég ætla alls ekki að verða íþróttamaður, heldur vísindamaður sem gerir heiminum gott!". Já, hvað ætlar þú að gera til að hjálpa heiminum? "Sko, það er svona vél sem er sett ofan í sjóinn. Svo koma stóru öldurnar og fara inn í hana". Einmitt, hvað verður svo um öldurnar? "Þær verða bara að litum öldum og koma út. Þannig verður ekkert hættulegt þegar stórar öldur koma upp að landinu." Já, þetta er nú sniðug vél. "Já, og svo er það önnur vél sem flýgur. Þegar það er eldgos í jökli þá kemur hún og sýgur það upp og fer svo og setur það aftur ofan í og stoppar gosið. Þannig verður ekki lengur hættulegt fyrir fólkið út af flóðum og svona".

Menn þurfa greinilega ekki að vera aldnir að árum til að hafa göfugar og háleitar hugsjónir um framtíðina og góðan vilja til að láta gott af sér leiða. Margur gæti tekið sér þennan 7 ára hrokkinhærða og hugumstóra strák til fyrirmyndar.


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Úps!

Svið: Á leið heim í lestinni sunnudagskvöldið 4. janúar Persónur: fjölskyldan situr með 4 stk ferðatöskur, nýkomin úr flugi frá 2 viknar fríi á Íslandi Ásta Lísa (ÁL): Pabbi, ég þarf að pissa Pabbinn (ég): Ok, klósettið er bara hérna rétt hinu megin við hornið. Taktu í hendina á mér, lestin vaggar svolítið og við gætum dottið. Hérna er þetta. Prófaðu að ýta á takkan, þá opnast hurðin (ÁL ýtir á takkann og við blasir miðaldra feitlaginn maður sem situr á salerninu "í hægðum sínum") Ég: Úps, fyrirgefðu. Vissi ekki að það væri ólæst. (ýti aftur á takkan og loka hurðinni aftur. Það kemur ekki í veg fyrir að 2,27 rúmmetrar af geigvænlega fúlu þarmalofti sleppa fram í ganginn. Við röltum til baka og setjumst í sætin sposk á svip. Allir í vagninum skilja og finna lykt af því sem gerðist. Vandræðaleg brosin og allir reyna að láta sem ekkert hafi gerst. Þá kemur hreinskilni barnsins...) ÁL: Það er kúkafýla (sniff sniff, sogið upp í nefið til að vera viss) ÁL: Pabbi, það er vond lykt.

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var