Baðherbergisframhaldssagan
Nú er loksins komið að því augnabliki þar sem við Hanna getum loksins sagt með góðri samvisku að endurnýjun baðherbergisins sé lokið ! Og þó fyrr hafi verið ! Þetta hefur alltaf tilhneigingu til að taka lengri tíma en maður hefði nokkurn tíman geta ímyndað sér og svo kemur alltaf eitthvað upp á. Pabbi og Jakob tengdó eiga þó stóran hluta í þessu baðherbergi enda voru þeir okkar helsta stoð og stytta í þessu öllu saman (lesist: var þrælað út).
Ummæli