Nú er loksins komið að því augnabliki þar sem við Hanna getum loksins sagt með góðri samvisku að endurnýjun baðherbergisins sé lokið ! Og þó fyrr hafi verið ! Þetta hefur alltaf tilhneigingu til að taka lengri tíma en maður hefði nokkurn tíman geta ímyndað sér og svo kemur alltaf eitthvað upp á. Pabbi og Jakob tengdó eiga þó stóran hluta í þessu baðherbergi enda voru þeir okkar helsta stoð og stytta í þessu öllu saman (lesist: var þrælað út).
Svið: Á leið heim í lestinni sunnudagskvöldið 4. janúar Persónur: fjölskyldan situr með 4 stk ferðatöskur, nýkomin úr flugi frá 2 viknar fríi á Íslandi Ásta Lísa (ÁL): Pabbi, ég þarf að pissa Pabbinn (ég): Ok, klósettið er bara hérna rétt hinu megin við hornið. Taktu í hendina á mér, lestin vaggar svolítið og við gætum dottið. Hérna er þetta. Prófaðu að ýta á takkan, þá opnast hurðin (ÁL ýtir á takkann og við blasir miðaldra feitlaginn maður sem situr á salerninu "í hægðum sínum") Ég: Úps, fyrirgefðu. Vissi ekki að það væri ólæst. (ýti aftur á takkan og loka hurðinni aftur. Það kemur ekki í veg fyrir að 2,27 rúmmetrar af geigvænlega fúlu þarmalofti sleppa fram í ganginn. Við röltum til baka og setjumst í sætin sposk á svip. Allir í vagninum skilja og finna lykt af því sem gerðist. Vandræðaleg brosin og allir reyna að láta sem ekkert hafi gerst. Þá kemur hreinskilni barnsins...) ÁL: Það er kúkafýla (sniff sniff, sogið upp í nefið til að vera viss) ÁL: Pabbi, það er vond lykt.
Ummæli